Árborg - Verslun og veitingar

Verslunin Árborg-N1

Verslunin Árborg á sér 36 ára viðskiptasögu og er fyrsta fyrirtækið sem notar nafnið “Árborg”. Þann 1. apríl árið 1988 tóku hjónin Gunnar Egilsson og Sigrún Halldórsdóttir við rekstrinum og hafa rekið Verslunina Árborg síðan, fyrst í samstarfi við Olíufélagið hf/ESSO  til ársins 2007 ,og síðan N1 ehf .  Árið 1994 var húsið stækkað.  Í kjölfarið var sett uppgrill með veitinga og vínveitingaleyfi. Veitingarnar og þá sérstaklega hamborgararnir hafa notið mikilla vinsælda en þess má geta að Gunnar vann sem matreiðslumaður á árum áður.

Ferðamálastofa - Travel agency

Þann 17. júní árið 2000 kom jarðsjálfti sem reið yfir allt Suðurland með mikilli eyðileggingu og var Verslunin Árborg þar ekki undanskilin,töluverðar skemmdir urðu innannstokks í versluninni sem sjá má af myndum hér á síðunni.

Í dag er gott vöruúrval í versluninni og hægt er að fá flestar matvörur . Boðið er upp á úrval veitinga af matseðli ásamt nýbökuðu bakkelsi á hverjum degi.

Opnunartími

Mánud – Laugardaga 09-19

Sunnudagur 10 – 19       

                                             

Mynd: skjáskot af google korti.